Vel heppnaðar æfingabúðir að baki
- font size decrease font size increase font size
Æfingabúðir Þríkó voru haldnar í Mosfellsbæ 21.-22. nóvember.

Æfingabúðirnar byrjuðu á styrktaræfingu með Hafþóri á föstudagskvöldið, þar var sko vel tekið á því.

Eftir styrktaræfingar var farið í slökun með Lovísu.
Eftir morgunmat á laugardagsmorgninum var sundæfingí sundlauginni Varmá undir stjórn Hákons sundþjálfara.

Klukkan 10 var hlaupaæfing með Ívari hlaupaþjálfara. Eftir hádegismat var Kolbrún grasalæknir með fyrirlestur og eftir frábæran fyrirlestur var hjólaæfing í yndislegri náttúru Mosfellsbæjar.

Ása Magg bauð svo hópnum heim til sín um kvöldið, þar sem Grillvagninn grillaði góðgæti ofan í svanga og þreytta æfingafélaga. Þar var Viðar Kona-fari og hjólaþjálfari Þríkó og Hjólamanna - með kynningu á Kona ferðinni.

Það voru þreyttir en ánægðir Þríkó-félagsmenn sem nutu kvöldsins saman.