Logo
Print this page

Rúnar Örn Ágústsson á heimsmeistaramótinu í þríþraut

Rúnar Örn Ágústsson á heimsmeistaramótinu í þríþraut

Rúnar Örn Ágústsson lauk um helgina keppni á heimsmeistaramótinu í Kona Hawaí á tímanum 9.24.52 klst. sem er besti árangur sem Íslendingur hefur náð í þeirri keppni. Hann varð í 18 sæti í sínum aldursflokki. Þríkó óskar Rúnari til hamingju með árangurinn. Vonandi fáum við að heyra nánari keppnissögu en hér kemur brot úr viðtali hans við MBL - netfréttir (10/10 2016): 

Nær­ingarplanið klikkaði 

Rún­ar Örn er  sátt­ur við ár­ang­ur­inn og hann naut þess að taka þátt. Það sem „klikkaði“ hjá hon­um var nær­ingarplanið en á keppn­is­dag­inn var bæði mjög heitt og rakt. „Vökv­atapið var mun meira en ég hafði áætlað. Ég hefði þurft að drekka meira og taka meira af steinefn­um,“ seg­ir Rún­ar Örn Ágústs­son. Þetta kom ekki í ljós fyrr en í síðustu grein­inni, hlaup­inu. En þá var orðið of seint að vinna vökv­atapið upp. Eft­ir keppn­ina missti hann 11% af lík­amsþyngd sinni.

Á heims­meist­ara­mót­inu höfðu ein­ung­is þátt­töku­rétt þeir sem höfðu náð bestu tím­un­um yfir árið í Járn­karli um all­an heim og keppni því hörð. Til að átta sig á styrk­leik­an­um á mót­inu var Rún­ar Örn til dæm­is nán­ast fremst­ur all­an tím­ann í Járn­karl­in­um í Kaup­manna­höfn. Annað var upp á ten­ingn­um í þess­ari keppni. Hann viður­kenn­ir að það hafi tekið á að finna aðra kepp­end­ur fara fram úr sér því keppn­is­skapið er ekki langt und­an hjá Rún­ari Erni. „Ég hélt ég hefði verið bú­inn að und­ir­búa mig und­ir það. Fyrstu kíló­metr­ana í hlaup­inu þurfti ég að end­urstilla mig og sætta mig við að það voru nokkr­ir spræk­ari en ég á þess­um degi. Ég þurfti að setja mér ný mark­mið og fara eins hratt og ég gat,“ seg­ir hann og bros­ir.

Eft­ir keppn­is­grein­arn­ar í sundi og hjól­reiðum var hann of­ar­lega í keppn­inni. Hann var í 9. sæti og rétt á eft­ir fyrstu mönn­um í áhuga­manna­keppn­inni. „Ef ég hefði náð eðli­legu hlaupi hefði ég verið að berj­ast um sig­ur­inn,“ seg­ir Rún­ar Örn og bend­ir á að ef hann hefði inn­byrt meiri nær­ingu þegar hann var að hjóla hefði hann lík­lega getað hlaupið af meiri krafti sem hefði skilað hon­um betri ár­angri.  

Hann set­ur stefn­una á að kom­ast aft­ur á heims­meist­ara­mótið í Járn­karli á næsta ári og „laga það sem klikkaði.“

© Þríkó / Þríþrautardeild Breiðabliks.