Logo
Print this page

3N Sprettþrautin

3N Sprettþrautin

Þríkó liðar fjölmenntu í sprettþrautina sem fram fór um helgina í Reykjanesbæ. Alls vorum við 27 sem tókum þátt og vorum við fjölmennasta félagið í þrautinni. Hákon Hrafn Sigurðsson sigraði í sínum aldursflokki og var í öðru sæti í heildina hjá körlunum. Viðar Bragi Þorsteinsson var í öðru sæti í aldursflokki á eftir Hákoni. Birna Íris Jónsdóttir var í öðru sæti í sínum aldursflokki og þar fast á eftir í þriðja sæti var Rannveig Guicharnaud. Ása Magnúsdóttir var í öðru sæti í sínum aldursflokki og strax á eftir henni var hún Sigríður Sigurðardóttir.

Við þökkum 3N fyrir frábæra keppni og skemmtilegan dag.

© Þríkó / Þríþrautardeild Breiðabliks.