Logo
Print this page

Æfingabúðir með Macca og Nick Saunders

Æfingabúðir með Macca og Nick Saunders
Þríkó stóð fyrir eins dags æfingabúðum, svokölluðu "clinic" með Chris McCormack (MACCA) og Nick Saunders í dag 6. ágúst 2015, í tenglsum við keppnina jarnmadurinn sem haldinn verður í Kjós næstkomandi laugardag.
 
Macca var í rúm tvö ár hæst metni þríþrautarmaður heims hjá ITU (International Triathlon Union) og varð fjórfaldur heimsmeistari, tvisvar í Kona, einu sinni "short" og einu sinni "long distance". Fór fjórum sinnum Ironman undir 8 tímum. Sigraði 12 Ironman og yfir 300 þríþrautarkeppnir. Honum til aðstoðar var Nick Saunders fyrrverandi pro Ironman og nú vinsæll þjálfari í Bretlandi.
 
Dagurinn hófst með kynningu á þeim félögum, þar sem farið var yfir dagskrá dagsins.  Síðan var hlaupaæfing, þar sem farið var yfir góðar upphitunar- og niðurhlaups æfingar. Synt var í sundlaug Kópavogs þar var lögð áhersla á það sem máli skiptir í "open water" keppnum og eftir sund og hádegismat var 90 mínútna hjólaæfing. 
 
Í lok dags var svo boðið upp á spurningar, þar sem þeir félagar svöruðu öllum spurningum af einlægni og gáfu þátttakendum góð ráð. 
 
Þríkó þakkar öllum þeim sem tóku þátt og við hlökkum til Járnmannsins á laugardag, sjá nánar á www.jarnmadurinn.is 
© Þríkó / Þríþrautardeild Breiðabliks.