Logo
Print this page

TT hjólið er uppáhaldsgræjan enda ógeðslega töff

TT hjólið er uppáhaldsgræjan enda ógeðslega töff

Hjólið er uppáhaldsgrein Margrétar Pálsdóttur enda sterkasta greinin hennar, svo finnst henni bara svo gaman að hjóla hvort sem er á fjallahjólum eða racer. Fyrst Open Water þríþrautarkeppnin á Laugarvatni er mesta afrekið.
Margrét er búin að skrá sig í sinn fysta Ironman í Barcelona í haust og óskum við henni góðs gengis í æfingunum framundan. 

Fullt nafn: Margrét Pálsdóttir
Aldur: 37
Heimabær: Kópavogur
Fjölskylda: 3 hressir gríslingar
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? Vorið 2010
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Hjólið, ekki spurning ;) Líklega af því ég er sterkust þar og svo finnst mér bara svo gaman hjóla, hvort sem það er racer, TT eða fjallahjól. 
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Gleðin og smá keppnisskap ;)
Uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? TT hjólið, ógeðslega töff
Hvaða þríþraut dreymir þig að taka þátt í? Væri geggjað að komast einhvern tímann til Kona...
Mesta afrekið í þríþrautinni? Ætli það hafi ekki bara verið fyrsta open water keppnin, Ólympísk á Laugarvatni í fyrra. Var ansi langi að mana mig upp í þora í það.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Núna er ég að miða við 8-12 tíma. Hjólið ca. 50%, hlaup 20%, styrktaræfingar 20% og sund 10%. Fer svo að minnka styrktaræfingarnar með vorinu og þá kemur sundið inn í staðinn.
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Karen Axels, frábær íþróttamaður og fyrirmynd í alla staði. 
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Planið var að einbeita mér algjörlega að hjólinu og ná góðum árangri í keppnum sumarsins, aðallega götuhjólakeppnum og TT. Það gekk bara nokkuð vel og ég var önnur í bikarkeppni sumarsins í hópstarti og náði mínum besta tíma í TT. Ég náði samt ekki alveg að halda mig frá þríþrautinni og tók þátt í nokkrum þríþrautakeppnum og skellti mér í mitt fyrsta maraþon í ágúst.
Hver eru markmið ársins 2015? Klára IM Barcelona með sæmd og helst á þokkalegum tíma líka ;)

© Þríkó / Þríþrautardeild Breiðabliks.