Logo
Print this page

Erfitt að gera upp á milli barnanna sinna

Erfitt að gera upp á milli barnanna sinna

Full nafn: Árni Einarsson
Aldur: 39 ára
Heimili: Reykjavík
Fjölskylduhagir: Giftur Erlu Rós Ásmundsdóttur. Á tvö börn, þau Tinnu Rut 14 ára og Regin Galdur 10 ára.
Hvenær byrjaðir þú að æfa þríþraut? 2013
Hver er uppáhaldsgreinin og af hverju? Fer eftir því hvar mesta bætingin er hverju sinni ;) Var hlaup en núna er það hjólið.
Hvað er ómissandi á Þríþrautaræfingum? Gott skap, þolinmæði og Carboom gelið.
Hver er uppáhaldsbúnaður tengdur þríþrautinni? Erfitt að gera upp á milli barnanna sinna en ef ég verð að velja eitthvað eitt þá er það hjólið.
Hvaða þríþraut dreymir þig um að taka þátt í? Challenge Roth / IM Kona / Norseman Extreem
Hvað er mesta afrekið í þríþrautinni? Að hafa tekið þátt í og klárað 1/2 IM i Hafnarfirði.
Hvað æfirðu marga klukkutíma á viku / skipt á greinar? Þetta er frekar misjafnt. 6-10 tímar. Sund 2-3, Hlaup 1-3, Hjól 3-5.
Áttu þér fyrirmynd í þríþrautinni? Já. Viðar Braga Þorsteinsson ;)
Hver voru markmið ársins 2014 og hvernig gekk? Heil Jökulmíla-heilt maraþon-1/2 járnkarl. Af þessu þrennu gekk Jökulmílan verst og maraþonið best. Þetta var allt saman frumraun í þessum vegalengdum svo ég hef engan samanburð.
Hver eru markmið ársins 2015 ? Kjósarsprettur, 1/2 IM í Hafnarfirði, 1/2 IM í Kjós, Ólympísk á Laugarvatni. Markmiðin eru einna helst tímabætingar sem ég stefni á.

© Þríkó / Þríþrautardeild Breiðabliks.